KÁHH greining, 2022 - í dag

Hversu oft hefur þú velt því fyrir þér hver þú ert? Við hjá KÁHH greiningu höfum þróað hið fullkomna ferli. Komdu í greiningu svo þú getur loksins komist að þínum innri sannleika!

Við hjá KÁHH greiningu bjóðum upp á einstakt tækifæri! Allt mannkynið á heima á mjög einföldu grafi. Annars vegar má segja að við séum annað hvort kisur eða álfar og hins vegar erum við hestar eða hnappar. Samanber nafnið KÁHH: K(isa) Á(lfur) H(estur) H(nappur). Ertu kisuhnappur, álfahnappur, kisuhestur eða álfahestur? Við komumst að því í sameiningu og tökum skref í átt að dýpri sjálfsþekkingu og lífshamingju!

KÁHH greining hefur greint 158 einstaklinga. Við greiningu færð þú undirritað skírteini með staðsetningu þinni á grafinu, og í lok greiningar er í boði að versla sinn gerving. KÁHH greining hefur gefið út fjórar línur af varningi, og mælt er með því að safna hverri útgáfu!



Verkið er gjörningur, unnin í samvinnu með Kötlu Björk, sem samtvinnar eiginleika persónuleikaprófa, spirítisma og kapítalisma algóritma og neysluhyggju.
+ innsetning, riso prent, handprentaðir bolir, skúlptúrar, samfélagsmiðlar

 

Keramik gervingar.
Í réttri röð: Kisuhnappur, Kisuhestur, Álfahestur og Álfahnappur.

Lykillinn að betra lífi =), 2024

Mahagóní.
Úr samsýningunni Jóladagatalið í Nýlistasafninu, Reykjavík.

The Key To Better Life =), 2024

Mahagony.
From the group exhibition Jóladagatalið at The Living Art Museum, Reykjavík.